Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000

Nýtt ár - ný húð!

Eða svona nokkurnvegin...
Húðin er okkar stærsta líffæri og sinnir hún ýmsum mikilvægum hlutverkum. Eitt af þeim er t.d. að sjá um að losa okkur við einn fjórða hluta af okkar daglega úrgangi. Það hljómar kannski ekki vel en það er þó afar mikilvægt hlutverk. Það er því góð venja að hugsa vel um húðina allt árið, en sérstaklega á veturna. Húðumhirða andlits er vel steypt inn í rútínu margra en oft á kroppurinn það til að gleymast svo okkur langar að fara hér örstutt yfir eina góða aðferð til að hirða um húð líkamans.

Þurrburstun

Þurrburstun er einföld en áhrifarík leið til að hreinsa líkamann af óhreinindum og viðhalda heilbrigðri húð en hér förum við yfir nokkra helstu kosti þurrburstunar

  • Með þurrburstun fjarlægjum við dauðar húðfrumur og hvetjum húðina til að endurnýja sig hraðar
  • Við örvum eitlana sem hjálpa líkamanum að losa sig við óæskileg efni
  • Þurrburstun eykur blóðflæði húðarinnar og teygjanleika hennar. Yfirborðið verður þéttara og mýkra og ásýnd appelsínuhúðar getur minnkað.
  • Eftir þurrburstun er húðin móttækilegri fyrir raka og næringu.

Hvernig er burstinn notaður?

  • Við burstum þurra húð áður en við förum í sturtu eða bað
  • Gott er að byrja á hringlaga hreyfingum á iljunum því taugaendarnir þar senda boð um allan líkamann
  • Næst eru kálfar, læri og rasskinnar
  • Magasvæðið er burstað réttsælis með hringlaga hreyfingum.
  • Burstið léttar yfir svæði þar sem húðin er þynnri, eins og á brjóstum. Varist að bursta yfir geirvörtur
  • Bak er burstað frá hálsi og niður.
  • Eftir burstun er gott að skola líkamann vel í sturtu. Til að auka blóðflæði og áhrif burstunarinnar mælum við með að hafa sturtuna heita og kalda til skiptis.
  • Eftir sturtu er húðin tilbúin fyrir gott rakagefandi krem.

Nú er bara að prufa!