Um Eik
Eik verzlun leggur áherslu á sérvaldar gæðavörur víðs vegar að úr heiminum. Hugmyndin er að verslunin fái að byrja smátt og vaxa og dafna á eigin hraða og vöruúrval muni aukast með tíð og tíma. Eitt af okkar markmiðum er að kynna ykkur fyrir nýjum merkjum héðan og þaðan í bland við rótgrónari merki en við erum sérlega hrifnar af litlum huggulegum fjölskyldufyrirtækjum og hlýlegri hönnun.
Við erum stoltar af þeim vörumerkjum sem við erum í samstarfi við og hvetjum ykkur til að skoða þau betur.
Eik er rekin af vinkonunum Bryndísi og Stellu og var stofnuð á haustdögum 2021.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við okkur á brandis@brandis.is