Kertin eru seld 2 saman.
Kertið er unnið úr 100% hreinu og ilmefnalausu paraffin vaxi frá helsta framleiðanda þess í Evrópu. Kertin eru svo framleidd í verksmiðju Ester & Erik í Danmörku og kertaþráðurinn er úr 100% bómull.
Kertið passar í flesta kertastjaka.
Kertaþráðurinn nær ekki alveg alla leið niður í botn svo það ætti að slökkna sjálfkrafa þegar c.a. 2-3 cm eru eftir af kertinu, samt sem áður er mælt með að skilja kerti aldrei eftir án eftirlits.
Það er mælt með að nota kertaslökkvara til að slökkva á kertunum svo að þráðurinn haldi sér og visni ekki.
Við þau kerti sem eru lakkhúðuð er mikilvægt að fjarlæga lakkáferðina sem verður eftir í kringum kveikinn þegar slökkt er á kertunum til að hægt sé að kveikja aftur án vandkvæða.
Til þess að kertin brenni sem best er mikilvægt að hafa kveikinn stuttan og a.m.k 10 cm á milli kerta ásamt því að passa að kertin standi ekki þar sem er dragsúgur eða við einhverskonar hitagjafa.