Litli hátalarinn í söngfuglinum gerir foreldrum kleift að spila kunnugleg hljóð, sögur eða tónlist úr símanum sínum, spjaldtölvunni eða öðru líku. Þetta þýðir að krílin hafa traustan og mjúkan félaga sér við hlið meðan þau læra eitthvað nýtt, eiga notalega stund, leika sér eða sofna.
Söngfuglinn þróast með barninu alveg frá því að vera notaður til að spila hjartslátt móður, vögguvísur, falleg skilaboð frá ömmu og afa og upp í sögur, sönglög og hvað annað sem foreldrum dettur í hug.
Notkun söngfuglsins er líka barnaleikur. Hlaðinn hátalarinn er einfaldlega tengdur tæki með Bluetooth® og hljóð að eigin vali er spilað.
Litla gæsin er gerð úr 100% lífrænum bómul og er því sérlega mjúk fyrir viðkvæma barnshúð. Hátalaranum er haganlega komið fyrir í renndu hólfi eða fjarlægður alveg ef því er að skipta - svo hægt er að þvo gæsina á 30° C fyrir viðkvæman þvott.
Söngfuglinn kemur með hátalara og USB snúru. Batterýið er endurhlaðanlegt og virkar í 1-2 klst. Til að tækið virki þarf það að vera í 10m radius frá tengdu Bluetooth® tæki.
Þessi mjúka gæs er tilvalin gjöf fyrir börn frá 3ja mánaða aldri.